Gareth Southgate er sterklega orðaður við Manchcester United þessa stundina en hann er landsliðsþjálfari Englands.
Southgate mun þjálfa enska liðið á EM í sumar en óvíst er hvort hann haldi áfram með landsliðið eftir það mót.
Southgate er talinn vera ofarlega á lista United fyrir næstu leiktíð en margir miðlar greina frá því.
Englendingurinn harðneitar því að hann sé í viðræðum við United og segir að það komi ekki til greina að ræða við aðra aðila á meðan hann er í starfi.
,,Ég mun svo sannarlega ekki ræða við neinn annan,“ sagði Southgate spurður um eigin framtíð.
,,Ég hef verið í þessu starfi í átta ár og myndi aldrei íhuga það að tala við annan aðila á meðan ég er í starfi, ég veit ekki hvort þetta svari spurningunni þinni.“