fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Gulli fær fólk til að anda léttar – „Bara nokkrir hlutir sem eru búnir að angra mig í smá tíma“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 23. mars 2024 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

„Stemningin er mjög góð og jákvæð. Hún var það fyrir síðasta leik og enn betri núna eftir að hafa unnið,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður við 433.is í dag.

Þrír dagar eru í úrslitaleik um sæti á EM gegn Úkraínu en íslenska liðið tryggði sér þann leik með 4-1 sigri á Ísrael á fimmtudag.

Athygli vakti að Guðlaugur tók ekki þátt í æfingu Íslands í dag en hann segir það ekki vegna meiðsla.

„Ég vildi bara gefa líkamanum aukadag í rólegheitum. Það er ekkert að mér þannig, ég er ekkert meiddur. Það eru bara nokkrir hlutir sem eru búnir að angra mig í smá tíma. Það er búið að vera mikið álag þannig ég ákvað að gera þetta.“

video
play-sharp-fill

Guðlaugur býst við töluvert erfiðari leik gegn Úkraínu en Ísrael.

„Þetta verður miklu erfiðara en á móti Ísrael, frábærir einstaklingar og gott lið. Þetta verður alls ekki auðvelt.“

Hann er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum og blöndunni sem nú er til staðar.

„Það er komin frábær blanda. Þetta eru skemmtilegir strákar á öllum aldri, allir mismunandi. Þetta er bara frábært.“

Ítarlegra viðtal við Guðlaug má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?

Kemur sá umdeildi og bjargar málunum?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Í gær

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Í gær

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina

Syrgja táning eftir skelfilegt fjórhjólaslys um helgina
Hide picture