Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Það voru eðlilega mikil fagnaðarlæti inni í klefa íslenska karlalandsliðsins eftir glæstan 4-1 sigur á Ísrael í gær.
Um var að ræða leik í undanúrslitum umspils um sæti á EM og íslenska liðið því nú komið í hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um sæti á mótinu.
Albert Guðmundsson fór gjörsamlega á kostum í gær í endurkomu sinni í landsliðið. Hann skoraði þrennu og á risastóran þátt í því að Ísland er komið í úrslitaleikinn.
Hér að neðan má sjá fögnuð inni í klefa Íslands eftir leik, þar sem Guðlaugur Victor Pálsson stýrði ferðinni.