„Þetta var mjög sætt í leikslok,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.
Ísland er komið í úrslitaleikinn um laust sæti á Evrópumótinu í sumar eftir sigurinn mætir liðið Úkraínu í hreinum úrslitaleik
„Við vorum ekki nógu góðir í byrjun, við vorum góðir síðustu fimmtán í fyrri hálfleik. Á undan því vorum við ekki góðir.“
Næst er það úrslitaleikur um laust sæti á Evrópumótið en hann fer fram á þriðjudag gegn Úkraínu.
„Við fögnum í kvöld og svo er einbeiting á Úkraínu, ég vona að við rennum vel í gegnum þetta og getum byggt ofan á þetta.“
Viðtalið er heild hér að neðan.