Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Nú eftir rúman klukkutíma mætir íslenska karlalandsliðið því ísraelska í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Byrjunarliðið er komið í hús.
Í morgun bárust þau tíðindi að fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson yrði ekki með íslenska liðinu vegna meiðsla. Sverrir Ingi Ingason tekur við bandinu í hans stað.
Athygli vekur að Daníel Leó Grétarsson er í byrjunarliði. Þar er einnig Guðmundur Þórarinsson
Sigurvegarinn úr leik kvöldsins mætir Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM. Þau eigast við á sama tíma.
Byrjunarliðið
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Daníel Leó Grétarsson
Guðmundur Þórarinsson
Willum Þór Willumsson
Hákon Arnar Haraldsson
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Sigurðsson
Albert Guðmundsson
Orri Steinn Óskarsson