Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason gekk í raðir danska félagsins Midtjylland fyrir tímablið. Þar er hann fastamaður í hjarta varnarinnar, en liðið er á toppi deildarinnar nú þegar deildinni hefur verið skipt í tvo hluta.
„Ég er mjög sáttur. Við höfum verið á góðu skriði undanfarna mánuði og gengið vel. Það er alltaf gott að koma inn í landsliðið þegar gengur vel. Vonandi getur maður smitað út frá sér,“ sagði Sverrir við 433.is í gær, en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir leik gegn Ísrael með íslenska landsliðinu í umspili um sæti á EM.
Sverri dreymir að sjálfsögðu um að lyfa þeim stóra í Danmörku, líkt og hann gerði með PAOK í Grikklandi á sínum tíma.
„Ég var viðloðandi liðið í Grikklandi þegar við unnum bikarinn og deildina þar. Þetta er það sem þú vilt vera að keppa um. Þetta var frábært og vonandi getur maður bætt einum í safnið. Það yrði mikill heiður,“ sagði Sverrir.
Ítarlegra viðtal við Sverri má nálgast í spilaranum.