Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson hefur skotist hratt upp stjörnuhimininn undanfarið ár eða svo. Hann var besti markvörður í sænsku deildinni með Elfsborg í fyrra og í janúar var hann keyptur til Brentford í ensku úrvalsdeildinni.
„Þetta er búið að gerast mjög hratt allt. Það gekk mjög vel í Svíþjóð og það skilaði landsleik. Síðan skilaði það skiptum til Brentford,“ sagði Hákon við 433.is á hóteli íslenska landsliðsins, sem undirbýr sig undir komandi leik gegn Ísrael.
Meira
„Ef við spilum góðan leik eigum við bara að vinna“
„Ég er búinn að taka mörg skref á síðustu mánuðum, sem er bara gaman,“ bætti hann við.
Hákon hefur ekki verið í leikmannahópi Brentford fyrstu vikurnar en hann æfir stíft og er að koma sér inn í hlutina.
„Planið núna fram að sumri er að halda áfram að æfa og bæta mig, vera undirbúinn fyrir næsta tímabil.“
Ítarlega er rætt við Hákon í spilaranum.