Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er áhyggjufullur eftir leik sinna manna við Manchester United í gær.
Liverpool tapaði 4-3 í enska bikarnum á Old Trafford en þrír leikmenn liðsins meiddust í viðureigninni að sögn Klopp.
Óvíst er hvort um alvarleg meiðsli sé að ræða en þessir ágætu leikmenn munu spila með landsliðum sínum á komandi dögum.
,,Nú fara strákarnir í landsleikjahlé og við vonumst til að fá þá heila til baka,“ sagði Klopp við BBC.
,,Lucho [Luis Diaz] fann til í náranum, Darwin Nunez fann til aftan í læri og Cody Gakpo sneri sig á ökkla.“
,,Þeir þurfa að spila aftur eftir fjóra eða fimm daga, þetta er klikkun. Vonandi getum við klárað tímabilið vel.“