Það er búið að draga í undanúrslit enska bikarsins en leikjum í 8-liða úrslitum er nú lokið.
Lokaleikurinn var viðureign Manchester United og Liverpool þar sem áhorfendur fengu svo sannarlega veislu á þessum ágæta sunnudegi.
United vann leikinn með fjórum mörkum gegn þremur en þrjú af þeim mörkum voru skoruð í framlengingu.
Ljóst er að Manchester United fær leik við Coventry á Wembley í næstu umferð og mun Chelsea mæta Manchester City.
Undanúrslit bikarsins:
Chelsea vs Manchester City
Man United vs Coventry City