Það fóru fram tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni nú klukkan 15:00 en einn leikur er framundan og hefst 17:30.
Burnley vann sterkan heimasigur á Brentford í fallbaráttunni þar sem Jóhann Berg Guðmundsson kom ekkert við sögu.
Brentford var manni færri nánast allan leikinn en Sergio Reguilon fékk að líta rautt spjald á níundu mínútu og fengu heimamenn einnig vítaspyrnu.
Úr henni skoraði Jacob Bruun Larsen í 2-1 sigri Burnley sem er enn átta stigum frá öruggu sæti.
Annar fallbaráttuslagur átti sér stað á heimavelli Luton þar sem Nottingham Forest mætti í heimsókn en viðureigninni lauk með 1-1 jafntefli.
Burnley 2 – 1 Brentford
1-0 Jacob Bruun Larsen(’10, víti)
2-0 David Datro Fofana(’62)
2-1 Kristoffer Ajer(’83)
Luton 1 – 1 Nott. Forest
0-1 Chris Wood(’34)
1-1 Luke Berry(’90)