Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir það ekkií neinum plönum félagsins að selja Marcus Rashford í sumar. Hann verði áfram hjá félaginu.
Ten Hag segir nýjan samning við Rashford síðustu helgi bera þess merki að félagið vilji hafa hann í sínum röðum.
„Við skrifuðum undir fimm ára samning við hann og með því var ekki ætlunin að selja hann,“ segir Ten Hag.
Ten Hag segir að Rashford sé partur af öllum plönum félagsins.
„Hann á að vera hluti af þessu verkefni, þetta hefur ekki verið til umræðu hjá okkur.“