Richard Keys sjónvarpsmaður hjá Bein Sport í austurlöndum er verulega óhress með Pep Guardiola, stjóra Manchester City.
Keys stýrði útsendingu BEIN yfir leik Liverpool og Manchester City á sunnudag. Hann var mjög óhress með viðtal sem Klopp veitti stöðinni eftir leik.
„Það gáfu allir allt í leikinn nema Pep Guardiola, hvað er að þessum manni,“ segir Keys.
„Ef ég hefði verið að taka þetta viðtal hefði ég hætt og labbað í burtu, ég hefði svo lesið yfir honum.“
„Guardiola var sér til skammar, honum var alveg sama. Hann bauð ekki upp á neitt nema stutt svör og kjánalegt bros. Hann horfði á fréttamanninn eins og skít á skónum sínum.“
Hann segir Guardiola svo áfram til syndanna. „Það er nefnilega eitt Guardiola, við erum öll að reyna okkar besta. Andy Kerr sem tók viðtalið er einn þeirra, hann átti meira skilið en svona frá þér. Þú átt að koma vel fram við alla.“
Viðtalið umrædda má sjá hér að neðan.
"I like it, I like it!"
Pep admits that he enjoyed his conversation with Kevin De Bruyne after coming off and offers a injury update on Ederson.
🎤 @AndyKerrtv #beINPL #LIVMCI #LFC #MCFC pic.twitter.com/NaCD33Vv1x
— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) March 10, 2024