Lazio hefur staðfest að Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri, sé búinn að segja starfi sínu lausu.
Fréttir af þessu komu fram fyrr í vikunni en Lazio hefur tapað fimm leikjum af síðustu sex. Þá féll liðið úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Tíðindin hafa nú verið staðfest af félaginu.
Sarri, sem einnig hefur stýrt liðum eins og Chelsea, Juventus og Napoli, tók við stjórn Lazio 2021 og skilaði liðinu til að mynda í annað sæti Serie A í fyrra. Það var besti árangur liðsins í deildinni frá því að það vann hana árið 2000.
Giovanni Martusciello, aðstoðarmaður Sarri, er tekinn við til bráðabirgða.
Maurizio Sarri ha rassegnato le proprie dimissioni, guida tecnica affidata a Giovanni Martusciello
✍️ https://t.co/APq6m0uyLG pic.twitter.com/5T32DS00uy
— S.S.Lazio (@OfficialSSLazio) March 13, 2024