Mohamed Henni kebab sali í Frakklandi hefur fengið bréf frá lögfræðingi Kylian Mbappe þar sem hann hótar því að fara í mál við hann.
Ástæðan er sú að Henni er með kebab til sölu sem heitir Kylian Mbappe.
„Brauðið er hringlótt eins og hausinn á Mbappe,“ segir í umsögn á staðnum um kebabinn sem heitir í höfuðið á Mbappe.
Henni er nokkuð brugðið yfir þessu. „Ég er húmoristi, skammastu þín ekki Mbappe? Að fara í mál vð mig út af engu,“ segir Henni.
En þenann umrædda kebab má sjá hér að neðan.