Mason Mount og Aaron Wan-Bissaka eru mættir aftur til æfinga hjá Manchester eftir erfið meiðsli.
Þeir mættu til æfinga í dag en Mount hefur glímt við mikið af meiðslum á Old Trafford á sínu fyrsta tímabili.
Mount var keyptur á 60 milljónir punda frá Chelsea síðasta sumar en ekki getað lagt sitt að mörkum vegna meiðsla.
Wan-Bissaka hefur verið meiddur frá því í janúar en United hefur glímt við mikil meiðsli á meðal bakverði.
Diogo Dalot hefur í síðustu leikjum verið eini bakvörðurinn í hóp hjá United en liðið mætir Liverpool í enska bikarnum á sunnudag.
Two big returns to the Manchester United side ahead of their FA Cup quarter final vs Liverpool 💪 pic.twitter.com/QgtyHmZWsO
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 12, 2024