Sergio Aguero og Sofia Calzetti eiga von á sínu fyrsta barni saman en þau greina frá þessu á samfélagsmiðlum. Aguero átti magnaðan feril sem knattspyrnumaður.
Aguero þurfti að hætta fyrir tveimur árum vegna hjartavandamáls en þá var hann leikmaður Barcelona, hann var lengi hjá Manchester City og raðaði inn mörkum þar.
Það hefur hins vegar mikið gengið á í sabmandi Aguero og Calzetti en samband þeirra fór í vaskinn í stutta stund síðasta haust.
Calzetti fór þá út á lífið og sást kyssa annan mann, Aguero var ekki sáttur en Calzetti neitaði sök í máli. Þrátt fyrir það fór sambandið í vaskinn.
Þau hafa hins vegar náð sáttum og eiga von á sínu fyrsta barni saman.