Undanúrslit Lengjubikars karla hefjast síðar í þessari viku.
Í fyrri undanúrslitaleiknum mætast Þór og Breiðablik í Boganum á Akureyri. Sá leikur fer fram á fimmtudag.
Sex dögum síðar mætast svo Valur og ÍA að Hlíðarenda.
Undanúrslit Lengjubikars karla
Þór – Breiðablik 14. mars klukkan 16:30 (Boginn)
Valur – ÍA 20. mars klukkan 19:15 (N1-völlurinn)