Daniel Obbekjær semur við Breiðablik en félagið staðfestir komu hans í dag.
Danski miðvörðurinn skrifaði undir samning sem gildir út árið 2025.
Þessi hávaxni og sterki varnarmaður er fæddur árið 2002 og hefur leikið í Danmörku, Kanada og Færeyjum en hann hefur einnig spilað með flestum af yngri landsliðum Danmerkur.
Félagið samdi við Benjamin Stokke, norskan framherja fyrir helgi.