fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Segir frá ansi áhugaverðri kjaftasögu sem hann hefur heyrt um framtíð Arons Einars

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 07:13

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Birkir Heimisson gekk í raðir Þórs frá Val. Ef marka má kjaftasögur eru Akureyringar ekki hættir á leikmannamarkaðnum.

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar sagði sparskepingurinn Mikael Nikulásson frá orðrómum sem hann hafði heyrt um að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, væru á leið í Þór.

Báðir eru uppaldir hjá Þór en Aron Einar hefur ekki spilað með félagsliði sínu, Al-Arabi í Katar í hart nær tíu mánuði.

„Ég hef heyrt það að Aron Einar sé að koma í Þór og Atli Sigurjónsson líka. Ég er ekki að heyra þetta frá Sigga Höskulds (þjálfara Þórs). Ég bara heyrði þetta,“ sagði Mikael í Þungavigtinni.

Aron Einar á yfir 103 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en óvissa er með þátttöku hans í mikilvægum umspilsleik gegn Ísrael síðar í þessum mánuði sökum meiðsla og lítils spiltíma undanfarið.

Age Hareide landsiðsþjálfari mun opinbera hóp sinn fyrir leikinn, sem fram fer í Ungverjalandi, þann 15. mars, sex dögum fyrir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki
433Sport
Í gær

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford

Fyrrum leikmaður United fer mikinn í viðtali – Segir eðlilegt að Palmer mæti á Old Trafford