Joe Hart reiddist stuðningsmanni Hearts í 2-0 tapi Celtic í gær. Liðsfélagi hans þurfti að halda aftur af honum.
Markvörðurinn reynslumikli stóð á milli stanganna í 2-0 tapi Celtic í gær en atvikið átti sér stað eftir fyrra mark Hearts sem kom af vítapunktinum.
Í fagnaðarlátunum kastaði stuðningsmaður Hearts bolta í Hart, sem átti í orðaskiptum við fólk á vellinum í kjölfarið.
Það fór svo að liðfélagi Hart, Cameron Carter-Vickers, dró hann burt. Atvikið má sjá hér neðar.
Hinn 36 ára gamli Hart er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester City en hann tilkynnti á dögunum að hann væri að hætta í fótbolta að loknu þessu tímabili.
This has triggered me, I am ready triggered and I want action taken!!!!! pic.twitter.com/qrqEjmjuVb
— Kerrydale Meltdown (@KerryFail) March 3, 2024