Manchester United ætlar af fullum þunga í kapphlaupið um Victor Osimhen, framherja Napoli í sumar. Independent segir frá.
Hinn 25 ára gamli Osimhen er afar eftirsóttur og undanfarna félagaskiptaglugga hefur hann verið orðaður við stærstu félög hiems.
Sir Jim Ratcliffe, sem hefur tekið yfir fótboltahlið United, vill fá leikmanninn í sumar og kemur fram að Paris Saint-Germain verði einnig fremst í flokki í baráttunni um hann.
Fyrir höfðu félög eins og Arsenal og Chelsea áhuga á Osimhen og hafa það áfram samkvæmt frétt Independent.
Osimhen er með 110 milljóna evra klásúlu í samningi sínum hjá Napoli og gæti eitthvað félag vel nýtt sér það í sumar.