Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports telur að Erik ten Hag sé með nokkra leiki til að sanna ágæti sitt í starfi fyrir Sir Jim Ratcliffe.
Einn af þessum leikjum var gegn Manchester City í gær þar sem United var í nauðvörn stærstan hluta leiksins og tapaði 3-1.
Liðið á svo tvo leiki gegn Liverpool á heimavelli sem Neville telur að séu próf sem Ten Hag þarf að standast.
„Ten Hag á þessa tvo leiki gegn Liverpool, þetta eru leikir sem skipta miklu máli,“ segir Neville.
„Nýir eigendur munu sennilega taka ákvörðun eftir þessa leiki um hans framtíð.“
Ten Hag hefur verið í mikilli brekku á þessu tímabili, liðið er nú sex stigum á eftir fimmta sætinu og datt út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.