David Ornstein hjá The Athletic segir það tóma þvælu að Mohamed Salah sé búinn að skrifa undir við lið í Sádí Arabíu.
Ornstein segir fréttir vikunnar ekki réttar, samlandi hans Mido sagði að allt væri klárt.
Ornstein segir þó viðbúið að tilboð frá Salah muni berast í Salah í sumar þegar hann mun eiga bara ár eftir af samningi sínum.
„Ég ber virðingu fyrir Mido og öðrum en ég mér er sagt að það sé ekki búið að skrifa undir neitt,“ segir Ornstein.
„Það eru allar líkur á því að lið frá Sádí Arabíu muni gera eitthvað, sérstaklega út af samningi Salah sem rennur út eftir tólf mánuði.“
„Það er samt ekkert sem segir að hann vilji fara frá Liverpool eða Evrópu.“