Keyrol Figueroa er 17 ára gamall og er í enskum blöðum sagður vera næstur í röðinni til að koma upp í gegnum unglingastarf félagsins.
Margir ungir leikmenn hafa fengið tækifæri undanfarið og Figueroa gæti orðið næstur.
Figueroa er sonur Maynor Figueroa sem lék 214 leiki í ensku deildinni fyrir Wigan og Hull frá 2008 til 2015.
Figueroa er sóknarmaður frá Hondúras en hann skoraði 90 mörk fyrir nokkrum árum á einu tímabili, þá fyrir U14 ára lið Liverpool.
Unglingastsarf Liverpool virðist í blóma en á undanförnum vikum hafa margir þeirra fengið tækifæri hjá Jurgen Klopp.