Það er ljóst að framherjinn öflugi Folarin Balogun mun ekki lengur fá að taka vítaspyrnur Monaco í frönsku úrvalsdeildinni.
Þetta hefur Adi Hutter, þjálfari Monaco, staðfest en hann gaf það einnig í skyn eftir leik við Lens um helgina.
Balogun hefur klikkað á fjórum vítaspyrnum í vetur og þar á meðal í 3-2 sigrinum á Lens um helgina.
Hutter sagðist ætla að íhuga hvort Balogun fengi að taka spyrnurnar áfram en hefur nú tekið ákvörðun
,,Hann mun ekki fá að taka fleiri vítaspyrnur,“ sagði Hutter í samtali við blaðamenn.
,,Nú munum við treysta á Wissam Ben Yedder á punktinum, ef hann er ekki að spila þá tek ég aðra ákvörðun.“