Forráðamenn liðanna í Sádí Arabíu ætla sér stóra hluti í sumar og allt stefnir í að Mohamed Salah leikmaður Liverpool verði efstur á óskalista þeirra.
En það virðist ekki vera eina nafnið sem er á listanum en samkvæmt ESPN eru alls níu leikmenn úr ensku deildinni á blaði.
Það eru þeir Kevin De Bruyne, Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Alisson, Raphaël Varane, Casemiro, Bruno Fernandes, Bernardo Silva og Andreas Pereira
De Bruyne og Salah hafa verið bestu leikmenn deildarinnar um langt skeið og Virgil van Dijk verið besti varnarmaðurinn.
Alisson hefur svo líklega verið besti markvörðurinn. Bruno Fernandes er svo fyrirliði Manchester United og Bernardo Silva lykilmaður í góðum árangri Manchester City.