Tími Christopher Nkunku hjá Chelsea hefur svo sannarlega verið erfiður og það ætlar að halda áfram.
Nkunku er franskur sóknarmaður sem Chelsea keypti frá RB Leipzig á síðasta ári og var mikil spenna fyrir komu hann.
Nkunku leit vel út á undirbúningstímabilinu en meiddist og hefur síðan þá verið meira og minna meiddur.
„Chris verður frá í þrjár til fjórar vikur,“ sagði Mauricio Pochettino þjálfari Chelsea.
Nkunku byrjaði á bekknum í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag en kom við sögu og meiddist. „Þetta er erfitt fyrir Chris því hann leit svo vel út áður en hann meiddist á hné.“
„Við verðum að fylgjast með málinu, ég vona að það verði ekki meira.“