fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Umsóknarfrestur til að sækja um stöðu framkvæmdarstjóra KSÍ að renna út – Nokkrir orðaðir við starfið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. febrúar 2024 11:00

Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri fyrrum framkvæmdarstjóri ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ mun á næstu dögum ráða inn nýjan framkvæmdarstjóra en Klarta Bjartmarz er að ljúka störfum eftir rúmlega þrjátíu ára starf í sambandinu. Nýr framkvæmdarstjóri mun starfa náið með Þorvaldi Örlygssyni sem kosinn var formaður sambandsins um helgina.

Nokkrir aðilar hafa verið orðaðir við starfið en þar má nefna Eystein Pétur Lárusson, (Framkvæmdarstjóra Breiðabliks), Bjarna Guðjónsson (Framkvæmdarstjóra KR), Haraldur V. Haraldsson (Framkvæmdarstjóri Víkings), Björn Berg Gunnarsson (Fjármálasérfræðingur) og fleiri.

Framkvæmdastjóri KSÍ annast daglegan rekstur sambandsins, undirbúning verkefna og áætlanagerð og er yfirmaður starfsmanna sem ráðnir eru til KSÍ. Framkvæmdastjórinn framfylgir stefnu stjórnar KSÍ, skal uppfylla sömu hæfisskilyrði og stjórnarmenn, og skal haga störfum sínum í samræmi við ákvæði laga og reglugerða er varða starfsemi knattspyrnusambandsins.

Menntun – Hæfi – Reynsla

Þekking á íslenskri knattspyrnu.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, geta til að vinna undir álagi.
Leiðtogahæfileikar, reynsla af rekstri og stjórnun (mannaforráð) og hæfni í mannlegum samskiptum.
Góð tölvukunnátta og þekking á helsta hugbúnaði.
Góð tungumálakunnátta.

Umsóknir sendist á umsokn@ksi.is. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 27. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 3 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar