Mauricio Pochettino, var fúll eftir úrslitaleik deildarbikarsins í gær en Chelsea tapaði þá gegn ungu liði Liverpool á Wembley.
Leikurinn fór í framlengingu þar sem Virgil van Dijk skoraði eina mark leiksins.
Mauricio Pochettino er á sínu fyrsta ári í starfi en ljóst er að starf hans er í hættu, gengið í deildinni hefur ekki verið gott.
Þá er tapið í úrslitum ekki gott enda var Liverpool liðið ekki vel mannað í gær og margar óþekktar stærðir voru með.
Að leik loknum fór Mauricio Pochettino framhjá eiganda sínum, Todd Boehly en Poch sleppti því að taka í hönd hans og vekur það athygli.
Atvikið má sjá hér að neðan.
🚨🚨| Mauricio Pochettino ignores Chelsea’s chairman Todd Boehly 😳 pic.twitter.com/dWIqG91fGm
— CentreGoals. (@centregoals) February 25, 2024