Sir Jim Ratcliffe og stjórn Manchester United hefur beðið Gary Neville um að koma í nefnd sem kemur að því að endurnýja Old Trafford.
Félagið skoðar hvort byggja eigi nýjan völl eða fara í endurbætur á Old Trafford og umhverfi hans.
Nevile á Hotel Football ásamt vinum sínum sem liggur við Old Trafford.
Ratcliffe festi í gær formlega kaup á 27,7 prósenta hlut í félaginu og vill hann fá Neville inn í teymi til að leiða þessa vinnu.
Starfið myndi ekki hafa áhrif á störf Neville fyrir Sky Sports þar sem hann er einn vinsælasti sérfræðingur stöðvarinnar.