Dan Ashworth hefur verið sendur í tímabundið leyfi frá störfum hjá Newcastle eftir að hann lét félagið vita að hann vildi fara.
Manchester United vill fá Ashworth sem yfirmann knattspyrnumála og vill Ashworth komast til United.
Ashworth hélt til fundar með stjórnendum Newcastle í gær og lét vita að hann vildi fara. Félagið vill því að hann fari í leyfi.
Ashworth er með samning til 2026 við Newcastle og þarf United að kaupa hann ef hann á að geta hafið störf strax.
Sky Sports segir að Newcastle gæti farið fram á allt að 10 milljónir punda fyrir Ashworth sem áður starfaði hjá Brighton og enska landsliðinu.