Stórstjarnan Marcus Rashford reynir nú að selja Rolls Royce bifreið sína sem hann klessti fyrr í vetur.
Frá þessu greina enskir miðlar en Rashford klessti bílinn eftir leik Manchester United við Burnley í efstu deild.
Atvikið átti sér stað í september en um er að ræða bifreið sem Rashford borgaði 700 þúsund pund fyrir eða 122 milljónir króna.
Bíllinn er ekki í frábæru ástandi og þarf að laga ýmislegt en Rashford er til í að selja fyrir mun lægri upphæð.
Stærsta boðið stendur í 26 milljónum króna en hingað til hafa 111 manns boðið í bílinn.
Margir aðdáendur Rashford hafa sent honum skilaboð og segir einn: ‘Bíddu ert þú ekki forríkur? Geturðu ekki gert við þetta?’ – annar bætir við: ‘Er allt farið? Takk en nei takk.’
Myndir bæði fyrir og eftir má sjá hér.