Robert Sanchez er klár í slaginn og getur spilað með Chelsea í kvöld sem spilar við Manchester City.
Chelsea á ansi erfitt verkefni fyrir höndum gegn ríkjandi meisturum en leikurinn er spilaður í Manchester.
Sanchez hefur misst af síðustu leikjum Chelsea vegna meiðsla og hefur Djordje Petrovic staðið í rammanum.
Þá er einnig ljóst að Thiago Silva verður ekki með í leiknum en hann er að glíma við smávægileg meiðsli.
Carney Chukwuemeka meiddist einnig á æfingu liðsins í vikunni og er ekki leikfær.