Blaðamaðurinn Constantin Eckner hefur komið framherjanum Harry Kane til varnar eftir erfitt gengi Bayern Munchen undanfarið.
Bayern hefur tapað tveimur mikilvægum leikjum í röð gegn Bayer Leverkusen í deildinni og svo gegn Lazio í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Kane var ekki upp á sitt besta í þessum leikjum en Eckner segir að sé ekki hægt að kenna enska landsliðsmanninum um.
,,Þetta tengist ekki hans einstaklingsframlagi. Bayern getur gefið boltann á milli leikmanna í vörninni en gefa ekki boltann á hann,“ sagði Eckner.
,,Það er eins og hann sé einn á eyðieyju, ef hann fær ekki boltann hvernig á hann að skora mörk?“
,,Bayern er 60 prósent með boltann í þessum leikjum en gera í raun ekkert með hann og það er ekki góð leið til að spila leikinn.“