Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins óttast það mikið að völd kvenna í Knattspyrnusambandi Íslands fari minnkandi. Telur hann það ekki góða þróun.
Vanda Sigurgeirsdóttir er að hætta sem formaður KSÍ, Klara Bjartmarz er að hætta sem framkvæmdarstjóri KSÍ og Borghildur Sigurðardóttir er að hætta sem stjórnar og varaformaður sambandsins.
Um stöðu formanns sækjast þrír karlmenn eftir embættinu en það eru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson.
Um fjögur laus sæti í stjórn KSÍ eru bara karlmenn í framboði. ,„Það er því ljóst að konum innan knattspyrnuhreyfingarinnar fer mjög fækkandi. Helga Helgadóttir og Tinna Hrund Hlynsdóttir sitja þó áfram og verða einu konurnar í stjórninni en sjö karlmenn berjast nú um fjögur laus sæti í stjórninni,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið í dag.
Hann segir að lyktin úr Laugardalnum verði mikil næstu árinu. „Karlmenn eru ágætir en knattspyrnuhreyfingin þarf á konum að halda og eftir næsta ársþing sambandsins er ljóst að hrútalyktin verður óþægilega mikil úr höfuðstöðvum KSÍ.“
Ársþing KSÍ fer fram eftir níu daga og þá verður ljóst hver næsti formaður sambandsins verður og hvaða aðilar mæta í stjórn.