fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Bjarni óttast það að hrútalyktin verði óbærileg úr Laugardalnum eftir nokkra daga

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 11:30

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins óttast það mikið að völd kvenna í Knattspyrnusambandi Íslands fari minnkandi. Telur hann það ekki góða þróun.

Vanda Sigurgeirsdóttir er að hætta sem formaður KSÍ, Klara Bjartmarz er að hætta sem framkvæmdarstjóri KSÍ og Borghildur Sigurðardóttir er að hætta sem stjórnar og varaformaður sambandsins.

Um stöðu formanns sækjast þrír karlmenn eftir embættinu en það eru þeir Guðni Bergs­son, Vign­ir Már Þormóðsson og Þor­vald­ur Örlygs­son.

Um fjögur laus sæti í stjórn KSÍ eru bara karlmenn í framboði. ,„Það er því ljóst að kon­um inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar fer mjög fækk­andi. Helga Helga­dótt­ir og Tinna Hrund Hlyns­dótt­ir sitja þó áfram og verða einu kon­urn­ar í stjórn­inni en sjö karl­menn berj­ast nú um fjög­ur laus sæti í stjórn­inni,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið í dag.

Hann segir að lyktin úr Laugardalnum verði mikil næstu árinu. „Karl­menn eru ágæt­ir en knatt­spyrnu­hreyf­ing­in þarf á kon­um að halda og eft­ir næsta ársþing sam­bands­ins er ljóst að hrúta­lykt­in verður óþægi­lega mik­il úr höfuðstöðvum KSÍ.“

Ársþing KSÍ fer fram eftir níu daga og þá verður ljóst hver næsti formaður sambandsins verður og hvaða aðilar mæta í stjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu

Ungi Spánverjinn að gefast upp eftir tvö ár í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn

Arne Slot biðlar til stuðningsmanna Liverpool fyrir sunnudaginn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra

Segja alla leikmenn United til sölu – Þetta er markaðsvirði þeirra
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“
433Sport
Í gær

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot