Bukayo Saka er ekki leikmaður í heimsklassa að sögn fyrrum varnarmannsins Rio Ferdinand sem lék lengi með Manchester United.
Saka er talinn einn öflugasti vængmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann spilar með Arsenal.
Ferdinand segir að það sé of mikið að setja Saka í heimsklassa og vill þá að Arsenal gefi honum meiri hvíld vegna álagsins á Englandi.
,,Hann er ennþá ekki kominn í heimsklassa. Hann hefur verið frábær fyrir Arsenal ekki misskilja mig,“ sagði Ferdinand.
,,Ég tel að hann þurfi meiri hvíld, þetta eru svo margir leikir fyrir ungan krakka. Hvað þýðir það að vera leikmaður í heimsklassa? Hann hefur ekki sannað sig í Meistaradeildinni er það?“
,,Saka er toppleikmaður ekki misskilja það sem ég segi en hann er ekki í heimsklassa.“