Samband Mason Greenwood framherja frá Englandi og Harriet Robson hefur um nokkurt skeið vakið mikla athygli. Fyrir um tveimur árum síðan var Greenwood handtekinn eftir að Robson birti myndir af meintu ofbeldi hans.
Robson birti þá myndir og hljóðbrot á Instagram þar sem hún sakaði Greenwood um að hafa brotið á sér kynferðislega og beitt sig grófu ofbeldi.
Greenwood var handtekinn vegna málsins og undir rannsókn lögreglu í átján mánuði, þá var málið fellt niður.
Greenwood og Robson hófu samband sitt aftur skömmu eftir að málið fór í rannsókn, hafa þau síðan þá gift sig og eignast saman sitt fyrsta barn.
Greenwood er samningsbundinn Manchester United en var lánaður til Getafe á Spáni þegar málið var fellt niður, þar hefur hann blómstrað.
Greenwood birti í fyrsta sinn í rúm tvö ár mynd af Robson í gær þar sem hann sagði hana bestu mömmu í heimi en tilefnið var afmæli hennar.
Ensk blöð segja hjónin elska lífið á Spáni, þar sé minni athygli á þeim og þau njóti þess að geta verið saman án þess að fylgst sé með þeim.