Kalvin Phillips hefur viðurkennt það að hann hafi ekki verið ánægður hjá Manchester City áður en hann var lánaður til West Ham í janúar.
Phillips var keyptur fyrir 42 milljónir punda frá Leeds árið 2022 en byrjaði aðeins fimm sinnum á um tveimur árum.
Phillips er 28 ára gamall og er strax byrjaður að spila með West Ham og á þá að baki 31 landsleik fyrir England.
,,Það eina sem ég vildi þegar ég yfirgaf Manchester City í janúar var að fá að spila aftur og að njóta fótboltans á ný,“ sagði Phillips.
,,Þegar þú spilar ekki í svo langan tíma þá líður þér eins og þú sért frekar gagnslaus, þú ert ekki að gera neitt.“
,,Ég var mjög sorgmæddur þegar ég áttaði mig á að ég þyrfti að fara en ég komst yfir það nokkuð fljótt og er í dag bara spenntur fyrir verkefninu.“