Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur staðfest það að Conor Bradley verði ekki með liðinu gegn Burnley í dag.
Bradley missti einnig af síðasta leik Liverpool en hann hafði spilað gríðarlega vel undanfarið.
Þessi 20 ára gamli leikmaður missti föður sinn nýlega sem hafði lengi glímt við veikindi og er ekki klár í slaginn.
Jarðarför faðir hans fór fram á þriðjudaginn en líkur eru á að Bradley verði klár eftir þessa helgi.
,,Eins og er þá er strákurinn ásamt fjölskyldu sinni og það er best fyrir hann. Hann fær eins langan tíma og hann þarf,“ sagði Klopp.
,,Ég held að hann muni byrja að æfa aftur í næstu viku en við þurfum að bíða og sjá.“