Það er algjört kjaftæði að Enzo Fernandez vilji komast burt frá Chelsaea en umboðsmaður hans hefur staðfest það.
Fernandez gekk í raðir Chelsea frá Benfica fyrir 106 milljónir punda en hefur ekki staðist væntingar hingað til.
Greint var frá því í vikunni að Fernandez væri á leið burt en það er svo sannarlega ekki rétt. Hann skoraði frábært mark í 3-1 sigri gegn Aston Villa í bikarnum í gær.
,,Leikmaðurinn hefur nákvæmlega engan áhuga á að fara frá Chelsea,“ sagði umboðsmaðurinn við AS.
,,Eigendur félagsins eru með með verkefni í gangi en vissu að þetta yrði erfitt til að byrja með vegna ungra leikmanna og nýrra leikmanna.“
,,Þegar allt byrjar að smella saman þá mun Chelsea komast á beinu brautina.“