Eins furðulega og það kann að hljóma þá voru margir hissa er Cristiano Ronaldo fékk sér kökusneið á 39 ára afmælisdaginn.
Ronaldo birti mynd af sér með sneiðinni en hann er í ótrúlegu standi enn í dag og leikur í Sádi Arabíu.
Það kom mörgum á óvart að Ronaldo væri að smakka á kökunni en hann borðar í raun engan sykur og sér gríðarlega vel um eigin mataræði.
Það var mikið haldið upp á afmælisdag stórstjörnunnar á heimili leikmannsins þar sem öll fjölskyldan var mætt.
Mynd af Ronaldo með kökusneiðina má sjá hér.