Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports var brjálaður eftir 3-1 tap Liverpool gegn Arsenal í ensku deildinni í gær.
Ástæðan var gleðin í andliti Martin Odegaard fyrirliða Arsenal eftir leik.
Í stað þess að fara inn í klefa eftir leik fór Odegaard til ljósmyndara félagsins og fékk vél lánaða, sá norski fór að smella myndum.
„Farðu bara inn í klefa, þú vannst leikinn. Þetta eru þrjú stig, þú varst frábær. Farðu inn í klefa, mér er alvara,“ sagði Carragher í beinni útsendingu.
Ljóst er að atvikið fór verulega í taugarnar á Carragher sem segist hafa íhugað að ganga úr beinni útsendingu.
Seinna um kvöldið breytti hann svo um skjámynd á X-inu og setti mynd af Odegaard með vélina.