Pep Guardiola, stjóri Manchester City, svaraði blaðamanni ansi skemmtilega er hann var spurður út í framherjann Erling Haaland.
Haaland er oft orðaður við Real Madrid en það ku vera hans draumur að spila fyrir Real sem er ekki óalgengt í boltanum.
Blaðamaðurinn spurði undarlega spurningu eða hvort Guardiola vildi halda markavélinni hjá félaginu.
Svarið var að sjálfsögðu já en Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir City undanfarin tvö tímabil.
,,Hvað heldur þú? Að við viljum ekki halda Haaland hérna í áratug?“ sagði Guardiola við blaðamanninn.
,,Við viljum að hann verði lengi hjá þessu félagi, við elskum hann og viljum hafa hann hér.“