Belle, eiginkona Thiago Silva er dugleg að tjá skoðanir sínar á hlutunum og nú kallar hún eftir höfði Mauricio Pochettino, þjálfara Chelsea.
Pochettino og félagar töpuðu illa gegn Wolves um helgina og er pressan að aukast á Pochettino.
Pochettino er á sínu fyrsta tímabili með Chelsea en gengið er langt undir væntingum miðað við eyðslu og kröfurnar hjá Chelsea.
„Það er komin tími á breytingar,“ segir Belle á Twitter.
„Ef þið bíðið lengur þá verður það líklega of seint,“ segir hún einnig en Belle fær mörg svör frá stuðningsmönnum Chelsea.
Flestir stuðningsmenn Chelsea vilja losna við Pochettino og er komin pressa á Todd Boehly eiganda félagsins.