Xavi, stjóri Barcelona, hefur gefið það út að hann sé að kveðja félagið eftir tímabilið og fer í sumar.
Xavi hefur náð ágætis árangri með Barcelona en liðið er ekki í góðri fjárhagsstöðu og á erfitt með að kaupa leikmenn.
Varnarmaðurinn Ronald Araujo var sterklega orðaður við Bayern Munchen í sumar en varð að lokum áfram á Spáni.
Xavi hótaði því að hætta í sumar ef Araujo yrði seldur en það er Athletic sem fullyrðir þessar fréttir.
Araujo hefði kostað Bayern um 80 milljóinir evra en mistókst að fá sinn mann að lokum og hélt Xavi því áfram út tímabilið.