fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Botnar ekki í þrýstingnum á KSÍ og bendir á afleiðingarnar sem þetta gæti haft – „Það hefði verið hræðilegt fyrir sambandið í heild“

433
Laugardaginn 3. febrúar 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður KR, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Undanfarið hefur ákveðinn hópur fólks hér á landi haft hátt um það að Ísland eigi ekki að spila komandi leik gegn Ísrael í umspili um sæti á EM af mannúðarástæðum. Þetta var tekið fyrir í þættinum.

„Fólk áttar sig ekki á því, eins og þegar Breiðablik var að spila við Maccabi, Breiðablik hefði farið í bann og hugsanlega ekki fengið peninginn sem þeir eru að fara að fá fyrir Sambandsdeildina (ef þeir hefðu neitað að spila leikinn),“ sagði Hrafnkell.

„Fólk verður að horfa í þetta. Eins með KSÍ, sem hefði kannski fengið fjögurra ára bann frá undankeppnum. Það hefði verið hræðilegt fyrir sambandið í heild.“

Elmar tók til máls.

„KSÍ eru ekkert pólitískt fyrirbæri. Við erum bara að reyna að spila fótolta. Við getum ekki verið að gerast dómarar í þessu, verðum bara að taka þátt í þessari keppni.

Við höfum öll samúð með því sem er að gerast. Við getum ekkert farið að velja hvaða lönd við ætlum að sniðganga þegar það er stríð. Það hafa verið fullt af stríðum sem stærri lönd hafa tekið þátt í, meðal annars Bandaríkin, sem enginn er að sniðganga. Við þurfum bara að sýna samstöðu á einhvern annan hátt,“ sagði hann.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar

Mamman pirruð á að enginn ræði neitt nema útlit dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi

Fullyrt að fyrstu kaup United í sumar komi strax eftir helgi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn

Ten Hag eftirsóttur og stór klúbbur bætist í hópinn
Hide picture