fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Ansi þægilegt fyrir Liverpool í stórleiknum – Bradley fór á kostum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 22:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Chelsea í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það er óhætt að segja að heimamenn hafi haft öll tök á leiknum. Diogo Jota kom þeim yfir á 23. mínútu er hann skoraði af harðfylgi. Conor Bradley, sem átti stórkostlegan leik, tvöfaldaði forskotið svo á 39. mínútu með frábærri afgreiðslu.

Skömmu fyrir hálfleik gat Darwin Nunez komið Liverpool í 3-0 en þá skaut hann í stöngina af vítapunktinum.

Dominik Szoboszlai skoraði þriðja mark Liverpool á 65. mínútu en þar var Bradley að leggja upp annað mark sitt. Cristopher Nkunku klóraði í bakkann fyrir Chelsea á 71. mínútu en nokkrum mínútum síðar innsiglaði Luis Diaz 4-1 sigur lærisveina Jurgen Klopp.

Liverpool er komið með 5 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar á ný en Chelsea er um miðja deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni