Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en fyrr í kvöld hafði Arsenal unnið 1-2 sigur á útivelli gegn Nottingham Forest.
Everton og Fulham skildu jöfn í markalausum leik í Guttagarði þar sem VAR hefði líklega átt að dæma vítaspyrnu fyrir Everton.
Newcastle fór á Villa Park og gekk þar frá Aston Villa en þetta er annar sigur liðsins á Villa á tímabilinu.
Fabian Schar kom Newcastle í 0-2 með tveimur mörkum áður en Alex Moreno setti boltann í eigið net. Ollie Watkins lagaði stöðuna fyrir heimamenn en lokastaðan 1-3 sigur Newcastle.
Luton gekk gjörsamlega frá Brighton og vann magnaðan 4-0 sigur þar sem Elijah Adebayo skoraði þrennu.
Crystal Palace vann svo 3-2 sigur á Sheffield United í fjörugum leik þar sem Eberechi Eze skoraði tvö og Michael Olisie eitt fyrir heimamenn.