fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Stefán bjartsýnn: „Þó það sé kjánalegt að vera enn þá að tala um það“

433
Mánudaginn 29. janúar 2024 10:00

Stefán Pálsson Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingurinn og íþróttaáhugamaðurinn Stefán Pálsson var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarp Símans alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Stefán er mikill Framari og sér hann bjarta tíma framundan með Rúnar Kristinsson í brúnni.

„Andinn er góður þarna upp frá. Þó það sé kjánalegt að vera enn þá að tala um nýja hverfið og völlinn eru þetta mikil viðbrigði frá okkur, ekki bara því Fram var að flytja úr litlu hverfi, heldur líka því Fram var félag sem hafði varla haft hverfi. Félagið hafði verið að sækja iðkendur héðan og þaðan. Þeir voru með gott recruitment teymi með kókómjólk og strætókort um árabil,“ segir Stefán léttur.

„Nú erum við allt í einu komin í hverfi sem er töluvert rótgróið. Fólk er búið að búa í Grafarholti ansi lengi og meira að segja í Úlfarsárdalnum líka. Þetta er mjög afmarkað samfélag og það er strax orðið þannig að það þurfa allir að mæta á þorrablótið. Það mæta allir á völlinn. Ég er að sjá fólk sem ég þekki ekki neitt eftir að hafa tekið öll þessi ár í 300 manna hópi í stúkunni á Laugardalsvelli.“

Stefán er brattur fyrir komandi leiktíð.

„Ég er sallarólegur. Við verðum bikarmeistarar og mögulega Reykjavíkurmeistarar líka. Það er allt að gerast og við erum bara á mjög góðri leið.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Hide picture