Það er búið að draga í næstu umferð enska bikarsins en um er að ræða fimmtu umferð.
Allavega tveir úrvalsdeildarslagir verða spilaðir eða viðureign Luton og Manchester City og Wolves Brighton.
Maidstone United sló Ipswich óvænt úr leik í síðustu umferð og spilar spútnik liðið við Sheffield Wednesday eða Coventry.
Hér má sjá dráttinn.
Fimmta umferð bikarsins:
Luton – Man City
Chelsea/Aston Villa – Leeds/Plymouth
Blackburn/Wrexham – Newcastle
Bournemouth – Leicester
Liverpool/Norwich – Watford/Southampton
Bristol City/Nottingham Forest – Newport/Man Utd
Wolves – Brighton
Sheffield Wednesday/Coventry – Maidstone